top of page

Opnunartími

Vefverslunin er opin allan sólahringinn.

Staðfesting Pönntunar

Viðskiptavinur fyllir inn upplýsingar um nafn, heimilsfang, netfang og síma. Þegar búið að er að ganga frá pöntun og greiðslu,  fær viðskiptavinur staðfestingu um að pöntun er í vinnslu. Um leið og pöntun er klár til sendingar eða tilbúin til að sækja fær viðskiptavinur tilkynningu í vefpósti eða síma að vara sé tilbúin og eða á leiðinni.

Vara er ekki afhend fyrr en búið er að ganga frá greiðslu.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Sendingakostnaður til höfuðborgarsvæðisins er 1.290 kr. Sendingakostnaður er 2.490 kr utan höfuðborðagsvæði. Sendingakostnaður bætist við verð áður en greiðsla fer fram.  

Afhendingarmáti

Eftir að staðfesting hefur borist til Mónína að  pöntun sé greidd eru allar vörur sendar næsta virka dag.

Ef viðskiptavinur vill sækja vöruna á lager, nálgast hann hana að Hringbraut 78, Reykjanesbæ.

Skilaréttur

Viðskiptavinur getur skipt vöru innan 14 daga frá kaupdegi í aðra vöru en þá þarf að framvísa kvittun og þarf varan að vera í upprunalegu ástandi.

Einnig er hægt að skila keyptri vöru innan 14 daga frá kaupdegi gegn inneignarnótu. Sé hins vegar vöru skilað innan þriggja virkra daga og greiðslukvittun framvísað er hægt að fá vöruna endurgreidda.

Útsöluvörum fæst ekki skilað né skipt nema um gallaða vöru sé að ræða.

Seljandi tekur einungis við vörum séu þær ónotaðar og í upprunalegum umbúðum og ásigkomulagi. Sé greiðslukvittun ekki til staðar er tekið við vörunni á því verði sem hún er til sölu á hverju sinni. Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað ef skila þarf vörunni. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Ef um galla á vöru er að ræða þá er hægt að fá aðra sams konar vöru í staðinn.

Að öðrum kosti er gallaða varan endurgreidd.

Öryggisskilmálar

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda til gagnvart lögum. Allir sem versla hjá okkur eru skráðir sjálfkrafa á póstlistann okkar.

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Greiðslu leiðir

 Kredit / Debit kort

bottom of page